Guns N ‘Roses heilla Ísland!

Hin goðsagnakennda hljómsveit, Guns N ‘Roses flaug til Íslands og hélt magnaða tónleika og glöddu íslenska aðdáendur sína með stórkostlegri frammistöðu. Tónleikarnir voru haldnir á Laugardalsvelli í Reykjavík og trylltu GnR lýðinn svo um munar.

Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi sínu “Not in this Lifetime”, og hafa þeir ferðast út um allan heim. Víðast hvar hefur selst upp á tónleikana. Talið er að tónleikar GnR á Íslandi séu þeir stærstu sem hafi verið haldnir á landinu. Undirbúningur fyrir tónleikana tók rúmlega viku vegna mikilla tæknilegra krafna hljómsveitarinnar.

Á lagalistanum voru mörg af uppáhalds lögum aðdáenda, eins og “Welcome to the Jungle,” “Paradise City” og “November Rain.” Þeir spiluðu meira að segja “Slither,” lagið sem upphaflega var flutt af helming hljómsveitarinnar sem hætti og stofnaði Velvet Revolver. Þessi hljómsveit lagði síðar upp laupana eftir ótímabæran dauða söngvarans, Scott Weiland.

Aðdáendur Guns N ‘Roses voru áberandi hrifnir af tónleikunum enda er um að ræða eitt stærsta “gigg” sem Íslenidingar hafa nokkurn tímann haft aðgang að. Það kemur fyrir að heimsóknir vel þekktra hljómsveita til Íslands séu erfiðar vegna einangrunar landsins og vandamála þegar kemur að flutningi búnaðar. Kannski mun heimsókn Guns N ‘Roses vekja áhuga annarra hljómlistarmanna og vera þeim hvatning til að spila á Íslandi.

Guns N ‘Roses er talin vera ein af stærstu rokk hljómsveitum í veröldinni. Þeir sprengdu alla skala á tónlistarsviðinu um miðjan níunda áratug síðustu aldar og áttu fjöldann allan af vinsælum lögum. Á meðal meðlima GnR er hinn alræmdi gítarleikari Slash og aðalsöngvarinn Axl Rose. Plata þeirra frá 1987, “Appetite For Destruction,” er enn vinsælasta plata þeirra.

Eftir langt hlé komu upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar saman á ný. Tónleikaferðalag þeirra í ár er talin einstök skemmtun fyrir aðdáendur. Hljómsveitin hefur gert það að markmiði sínu að heimsækja þjóðir sem þeir hafa sjaldan eða aldrei spilað fyrir áður, og þess vegna varð m.a. Ísland fyrir valinu.