Iron Maiden – Legacy Of The Beast Tour

Þungarokksgoðin í Iron Maiden hafa nýlega gefið út myndskeið á netinu þar sem þeir þakka öllum þeim sem komu á tónleika þeirra á Legacy of the Beast Tour. Þeir fóru um heiminn með þetta metnaðarfulla tónleikaferðalag í einkaþotu bandsins, “Ed Force One”. Flugvélinni frægu er flogið af söngvara hljómsveitarinnar, Bruce Dickinson.

Iron Maiden hefur verið virk frá seinnihluta 8. áratugs síðustu aldar, eða allt frá því hún var stofnuð í London, Englandi. Allar götur síðan hafa þeir búið til áratuga virði af stúdíóefni. Þeir hafa einnig eignast stóran aðdáendahóp frá öllum heimshornum.

Hvert tónleikaferðalag sem þeir leggja upp með verður stærra og dýrara en það síðasta. Sýningar þeirra eru vel þekktar fyrir epíska hönnun og leikræna tilburði. Nýjasta tónleikaferðalag þeirra var til þess að auglýsa nýjan farsímaleik með sama nafni. Lagalistinn samanstóð af nokkrum frægustu og ástsælustu lögum Iron Maiden. Tónleikaferðin innihélt flest að sögulegu lögum hljómsveitarinnar.

Á evrópskum slóðum sáu bandarísku rokkararnir, Killswitch Engage, um upphitun. Iron Maiden spilaði nokkur þekktustu lögin sín á borð við “Number of The Beast”. “Run to the hills” er oft talið vera farsælasta lag sem hljómsveitin hefur gefið frá sér. Þetta goðsagnakennda lag spiluðu þeir eftir að hafa verið klappaðir upp. Þeir tóku einnig lög sem hafa ekki verið í eins mikilli spilun á ferli þeirra, eins og “Clansman”, sem er innblásið af baráttu skota fyrir eigin sjálfstæði sem háð var af William Wallace á miðöldum.

Hryllingsmyndir hafa oft gefið Iron Maiden innblástur. Þetta sást meðal annars á Legacy of the Beast Tour og sumum smellum sem þeir spiluðu á tónleikunum. Má þar meðal annars nefna “Wicker Man” sem er undir áhrifum samnefndu bresku hryllingsmyndarinnar frá fyrri hluta 8. áratugar síðustu aldar. Það á enn eftir að koma í ljós hvenær Iron Maiden mun ferðast aftur en Legacy Of The Beast Tour er eflaust ekki þeirra síðasta tónleikaferðalag.