Marilyn Manson hrynur á sviði

Rokksöngvarinn Marilyn Manson upplifði heilsufarsáfall nýlega þegar hann hrundi á sviði á sýningu sinni. Á tónleikunum í Houston, Texas spilaði hann aðeins fjögur lög áður en hann þjáðist af ótilgreindum heilsukvillum. Á þessari tónleikaferð var hann annar helmingur Evil Duo tvíburanna ásamt rokkstjörnunni Rob Zombie.

Það hefur verið greint frá því að hann féll niður á meðan hann flutti hið fræga lag, Sweet Dreams. Þetta var endurgerð af vinsælasta lagi áttunda áratugarins sem upphaflega var gert af breska elektró bandinu Eurythmics. Áður en þetta gerðist hafði Manson víst kvartað yfir of miklum hita á sviðinu.

Í lok hverrar sýningar á tónleikaferðalaginu spiluðu Manson og Zombie saman lagið Helter Skelter. Hins vegar neyddist Zombie til að syngja syngja lagið einn síns liðs í þetta skiptið. Manson skrifaði seinna á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkaði aðdáendum fyrir að skilja að honum liði ekki sem best. Hann lét svo fylgja að hann væri einnig að að fá hjálp frá læknum.

Manson hefur einu sinni áður hætt við sýningu vegna þess að hann var ekki nógu heilsuhraustur. Fyrra atvikið átti sér stað aðeins mánuði áður en þetta gerðist núna nýlega. Það er óvíst hvort þetta muni endurtaka sig hjá söngvaranum ​​eða hvort einhver önnur tónleikaferðalög mun verða fyrir áhrifum sökum heilsufarskvilla hans.

Marilyn Manson varð áberandi í byrjun níunda áratugarins. Hann hlaut fljótt mikla gagnrýni frá almennum fjölmiðlum og foreldrahópum. Hann var í miðpunkti deilna um siðferði þungarokkstónlistar, vegna þess að sumir héldu því fram að hún hefði neikvæð áhrif á ungt fólk. Hann vísaði þessum fordómum á bug með vinsælu heimildarmyndinni Bowling For Columbine, sem er leikstýrð af Michael Moore.

Verk Mansons eru undir áhrifum af hryllingsmyndum og öðrum svipuðum tónlistarmönnum eins og Alice Cooper. Hann hefur mjög sérstakan söngstíl sem blandar mjúkum laglínum með kröftugum hljóðum. Plötur hans hafa náð langt á heimsmælikvarða.