Orðrómur á kreiki – Glastonbury Acts 2019

Það kann að virðast ansi langt til sumarsins 2019 en ekki fyrir tónlistarmenn í Bretlandi. Glastonbury er þekktasta tónlistarhátíð Bretlands og sögusagnir eru nú þegar farnar á kreik um hvaða stjörnur (sérstaklega ein stjarna) munu taka þátt í atburðinum árið 2019. Þó ekkert hafi verið staðfest, skrifaði Stormzy dulmálsskilaboð á Instagram og vísar þar í fáviskulega færslu Noel Gallagher sem gefur til kynna að vinsæli rapparinn gæti verið eitt af stærstu númerum hátíðarinnar á næsta ári. Stjórnandi hátíðarinnar hefur lofað Stormzy á síðustu árum og sagði árið 2017 að þeir vildu gjarnan fá hann á sviðið á komandi árum, og það liti út fyrir að sá tími kæmi hraðar en búist var við.

Aftur á móti kærir Noel sig ekki um að fá nýjar tegundir listamanna á Glastonbury, en frægt varð þegar hann sagði að hip-hop listamenn ættu ekki að vera leyfðir á hátíðinni, sem upphaflega var eingöngu með rokk tónlist þegar hún byrjaði. Það er enginn vafi á því að áhuginn á hátíðinni hefur breyst í gegnum árin, en er það ekki einfaldlega vegna þess að tónlistin sjálft breytist? Kannski er kominn tími til að hætta að kvarta og byrja að fylgjast með tónlistarstraumum, Mr.Gallagher! Stormzy hefur sankað að sér aðdáendum á undanförnum árum og því virðist það sanngjarnt að hann fái stóran vettvang eins og þennan til að sýna hæfileika sína og skemmta aðdáendum sínum.

Þó að þessi orðrómur sé kominn á kreik þá er ekkert vitað um önnur atriði sem gætu komið fram á sviðinu sumarið 2019. Allir hafa mismunandi skoðanir um hvers konar hljómsveitir og tónlistarmenn ættu að birtast á hátíðinni, en tónlist snýst um að koma saman og skemmta sér; hún snýst ekki um dóma eða klíkur. Hvort sem Stomzy stígur á svið á Glastonbury eða ekki, er hægt að stóla á eitt: atburðurinn verður eins magnaður og hann hefur alltaf verið.