Sölualda ABBA

Sala á sumum af vinsælustu lögum sem gefin voru út af sænska poppbandinu ABBA hafa aukist á undanförnum vikum. Þessa aukningu má þakka framhaldinu af kvikmyndinni Mamma Mia sem er nýlega lent í kvikmyndahúsum um allan heim. Fyrsta myndin skartaði fjölmörgum af vinsælustu lögum bandsins. “Mamma Mia – here we go again” heldur áfram með ABBA fjörið.

Myndin heldur áfram með söguna af ungri konu og vinkonu móður hennar sem eru staddar á fallegri grískri eyju. Í framhaldsmyndinni “Mamma Mia – here we go again” er að finna lög ABBA á borð við “Thank You For The Music, “Waterloo”, “Why Did It Have To Be Me” og “I’ve Been Waiting For You”. Þessi lög eru á opinbera lagalistanum fyrir kvikmyndina. Lögin eru sungin af leikurum myndarinnar, sem eru meðal annars Amanda Seyfried og Meryl Streep.

Hins vegar hafa upprunalegu lögin sem sungin eru af ABBA, einnig fengið aukningu á fjölda streymdra laga og seldum eintökum. Þetta gerðist einnig þegar upprunalega kvikmyndin var gefin út. Báðar kvikmyndirnar eru söngmyndir sem setja upp allra vinsælustu lög ABBA saman við nútíma sögu. Þessar kvikmyndir eru byggðar á margverðlaunaðri sviðssýningu.

Hljómsveitin ABBA var stofnuð í Stokkhólmi snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin náði ótrúlegum vinsældum eftir að hafa keppt og sigrað í Söngvakeppninni Eurovision árið 1974 og fékk alþjóðlega viðurkenningu. Hljómsveitin samanstóð af tónskáldunum Benny Andersson og Björn Ulvaeus auk söngkvennana Agnetha Fältskog og Anni-Frid Lyngstad. Þau léku tónlist saman í áratug áður en hljómsveitin lagði upp laupana sem olli milljónum aðdáenda ABBA miklum vonbrigðum.

Útgáfa kvikmyndanna hefur skapað nýjan áhuga á hljómsveitinni, meðal annars hjá yngri kynslóðum og plötusala ABBA hefur aukist á síðastliðnum árum. Eftir þessa þróun var sett upp sýning á O2 vettvanginum í London, þeim til heiðurs. ABBA-meðlimir hafa nýlega tilkynnt um endurkomu í lok 2018 og munu meðal annars kynna ný lög.