Stundum byrja listamenn með ákveðna leið í huga en enda fyrir rest á allt annarri leið. Þetta er til dæmis hægt að segja um hljómsveitina GusGus: hljómsveit hæfileikaríkra listamanna sem upphaflega komu saman til að finna leið sína til frægðar sem kvikmynda- og leikhópur. Þeir urðu síðan mun þekktari á sviði raftónlistar.

Saga GusGus

Þau komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1995 og árið 2015 samanstóð bandið af eftirfarandi hljómsveitarmeðlimunum:

 • President Bongo
 • Biggi Veira
 • Urður Hákonardóttir
 • Daníel Ágúst Haraldsson

Í gegnum árin hefur GusGus haft marga mismunandi meðlimi. Þrátt fyrir að rafræn tónlist varð þeirra helsta tónlistargrein, þá enduðu tveir meðlimir hljómsveitarinnar á því að hætta í bandinu til þess að stunda kvikmyndagerð.

Í dag eru einungis tveir stofnendur hljómsveitarinnar enn hluti af GusGus; Biggi og Daníel.

Tónleikaferðir

Þessi íslenska hljómsveit er enn í fullum gangi. Ferill Gusgus árið 2017 samanstóð af nokkrum tónleikaferðum þar sem þau héldu meðal annars tónleika í;

 • Tékklandi
 • Sviss
 • Hollandi
 • Þýskalandi.

Áhrifamiklar útgáfur

Að sjálfsögðu búast aðdáendur við miklu magni af tónlist frá hljómsveit sem hefur verið í gangi í eins langan tíma og GusGus og stendur enn sterkum fótum. Nokkrar af stúdíó plötum þeirra eru;

 • Arabian Horse
 • This is Normal
 • Mexico
 • Polydistortion
 • Lies are More Flexible

Tónlistarstíll

GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem notast við marga stíla tónlistar, þar með talið alternatíf og hip-hop. Þetta er hljómsveit sem hefur náð að halda vinsældum sínum í rúmlega tvo áratugi. Tónleikar þeirra eru að mestu leyti uppseldir nú til dags, sama hvar í heiminum þeir eru að spila. Allt bendir til þess að þessi hljómsveit sé enn í fullu stuði og hefur engin önnur plön en að sinna aðdáendum sínum og gleðja þá með flotum tónleikum og tónum á næstu árum. GusGus hafa verið og eru enn í fararbroddi danstónlistar nútímans, en það bara eitt af glæsilegum afrekum þessa hóps.