Árið 2012 sprengdi hið vinsæla indie lag, “Little Talks”, skalann og heyrðist á öllum tónlistarmiðlum um allan heim, og samhliða því var dáleiðandi og sjónrænt tónlistarmyndband. Þetta var fyrsta útgefna lag, og jafnframt vinsælasta lag íslensku indíhljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem var stofnuð aðeins tveimur árum áður.

Hljómsveitarmeðlimirnir fimm komu saman árið 2010, þegar hljóðfæraleikararnir byrjuðu að spila með söngkonunni Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, sem á þeim tíma kom fram ein undir nafninu Songbird. Meðlimurinn Ragnar Þórhallsson fann upp á nafninu Of Monsters and Men, sem hefur fylgt þeim allar götur síðan. Þau spiluðu á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2010 þar sem þau hlutu í fyrsta skiptið mikið lof fyrir tónlistina sína.

Hljómsveitin samanstendur af söng- og gítarleikurunum Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og Ragnari Þórhallssyni, gítarleikaranum Brynjari Leifssyni, trommaranum Arnari Rosenkranz Hilmarssyni og bassaleikaranum Kristjáni Páli Kristjánssyni. Þau gáfu út sína fyrstu plötu árið 2011 – “My Head Is an Animal”, sem naut mikilla vinsælda á heimsvísu, einkum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Íslandi og Bretlandi.

Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út aðra plötu, “Beneath the Skin”, sem kom út árið 2015 og einnig spilað á Coachella árið 2016. Þau hafa náð alþjóðlegri viðurkenningu og eiga stóran hóp erlendra aðdáenda sem og íslenska aðdáendur sem elska sýningar þeirra. Sönghópurinn gefur sér góðan tíma í að gefa út plötur, enda er allt frumsamið af þeim. Undanfarin misseri hafa þau unnið hörðum höndum og í maí 2017, gáfu þau í skyn að von er á næstu plötu með því að setja mynd inn á Instagram þar sem stóð “Album 3. Lets Do This !!!”

Nokkrum mánuðum seinna, í október 2017, fékk bandið aðra viðurkenningu: Þau náðu 1 milljarði spilana á Spotify og varð fyrsta íslenska hljómsveitin til að vinna sér inn slíka stöðu. Þau hafa verið einkum lofuð fyrir einstakt hljóð, hugmyndir, grípandi lög og listræna sýn í lögunum sínum og tónlistarmyndböndum. Svo virðist sem að allt sé á uppleið fyrir íslensku hljómsveitina.