Blús er vinsæl tónlistartegund sem á uppruna sinn frá afrísk-amerískum samfélögum í kringum 1890. Blúsinn er blanda af andlegum og hefðbundnum lögum, hrópum, söngvum, ballöðum og sálmum. Plantekrum suðurríkja Bandaríkjanna var haldið gangandi með þrælum á þessum tíma og þeir þróuðu þetta form tónlistar til að bæta takti í vinnuna og til að reyna að dreifa huganum frá löngum vinnudögunum.

Blús er oft tengdur við sorg eða óheppni, hann segir oft sögur af ástarsorg og eymd. Þetta útskýrir uppruna nafnsins, þar sem liturinn blár er notaður í jarðarförum í vestur-afrískri menningu. Klæðnaður syrgjenda var jafnan litaður með bláum lit til að tákna depurð þeirra og þjáningu.

Aðrar tilfinningar er einnig að finna í blús tónlist, lögin eru ekki bara flóð af sjálfsvorkun heldur er leitast við að sannfæra hlustandann um að hægt sé að sigrast á persónulegu mótlæti. Hraðinn á tónlistinni er mjög mismunandi frá lagi til lags, sum lögin eru í hægum, næstum syrgjandi stíl á meðan önnur eru með bjartari og gleðilegri hrynjanda. Blanda af stílum laganna gefa stundum til kynna dapurlegra sögu sem verður svo að glaðlegri sögu í lokin.

Það er engin tilviljun að blús eigi sér nánast sama fæðingarstað og djass, eða í New Orleans. Tónlistin er svipuð á margan hátt, og má segja að tegundirnar hafi áhrif hvor á aðra. Ein sérstök tegund af blús er kölluð “Cool Blues”, þar sem píanó er í aðalhlutverki og er mikið undir áhrifum djass. Önnur afbrigði af blús eru til dæmis hefðbundið Country, Boogie-Woogie og Chicago Blues.

Þegar borgarastyrjöldinni lauk, höfðu afrískir-amerískir bandaríkjamenn takmarkað val um hvað þeir gátu unnið við. Söngur varð útrás fyrir óánægju þeirra og textarnir endurspegluðu daglegt líf þeirra. Sögur voru sagðar um drykkju, morð, harða vinnu og tapaða ást. Óhagstætt efnahagsástand gerði það að verkum að það var hægt að tala mikið um ástandið, og þá sérstaklega í gegnum þennan stíl tónlistar.

Í upphafi tuttugustu aldar þróaðist blús í rokk tónlist sem er þekkt um allan heim.