Á síðastliðnum árum og áratugum hefur Ísland alið af sér mjög marga vinsæla rokktónlistarmenn. Þessir tónlistarmenn blanda mjög mikið saman hljóðum hins klassíska bandaríska rokks og svo áhrifum frá þjóðlagatónlist þeirra eigin heimalands. Þessi áhugaverði stíll hefur veitt íslenskum rokkböndum miklar vinsældir um allan heim.

Það er mjög mikill fjölbreytileiki í nýju íslensku rokki að koma fram á sjónarsviðið. Þar á meðal ber að nefna indí, popp, rokk, þungarokk og hardcore. Of Monsters and Men, Sigur Rós og Björk eru meðal best þekktu listamanna sem nota rokk element í lögum sínum og list. Þetta nær svolítið lengra til popp-rokk og indí hlið tónlistarskalans. Þetta eru einnig þrjár af þekktustu hljómsveitum íslenskra listamanna.

Samt sem áður eru fjölmargir aðrir listamenn að koma fram á sjónarsviðið og hafa mun þyngri og beittari hljóm. Hljómsveitin Sólstafir var stofnuð árið 1999 og þeir sjást mjög oft á stórum alþjóðlegum þungarokkshátíðum. Skálmöld blandar líka saman þungum gítarriffum með flóknum sinfónískum hljómsveitarskrifum. Hljómsveitin er einnig hluti af sinfóníu/metal tónlistarheiminum, sem kom til vegna annarra norrænna hljómsveita eins og Nightwish og Leaves Eyes.

Einnig eru til nokkrar “psychedelic” rokkhljómsveitir á Íslandi, eins og til dæmis Dead Skeletons. Hún blandar saman súrrealískum gítarhljóðum með litríku myndefni til að búa til nostalgíska 1960 ímynd. The Vintage Caravan er svipuð hljómsveit sem spilaði nýlega á vinsælu hátíðinni Wacken Festival.

Svartidauði er vel þekkt hljómsveit um allan heim fyrir að vera brautryðjandi í íslenska svartarokksheiminum. Auknar vinsælir þessarar tónlistargerðar hefur leitt til stofnunar Oration MMXVI, fyrstu svartarokkshátíðarinnar á Íslandi. Landið heldur áfram að gera tilraunir með nýjar tegundir rokks. Hljómsveitir blanda oft saman þáttum úr gömlum þjóðlegum hefðum með nútímalegum áhrifum. Þetta hefur gefið Íslandi mjög óvenjulegt og einstakt hljóðmengi sem hefur gert landið að einu af vinsælustu löndum heims fyrir rokktónlist. Því er óhætt að mæla með að þú finnir rokkviðburð á meðan þú dvelur á Íslandi.